Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Íslandi eitt stig gegn Norðmönnum á EM í gær. Markið hafði gífurlega mikla þýðingu fyrir íslenska liðið, sem náði þar með í sitt fyrsta stig á stórmóti. En markið hafði ekki síður mikla þýðingu fyrir Margréti sjálfa sem losnaði við fortíðardraug frá síðasta stórmóti, þegar hún klikkaði á vítaspyrnu í gegn Frakklandi en Ísland hefði þá jafnað metin.