ÍBV sótti þrjú dýrmæt stig til Akureyrar í dag. Það er heldur ströng dagskrá hjá ÍBV þessa dagana en leikmennirnir eru nýkomnir heim frá Færeyjum og halda af stað til Serbíu á þriðjudaginn, þar sem þeir spila á móti Red Star í Evrópukeppninni. Þeir Aron Spear, Bradley Simmonds og Ragnar Pétursson tóku allir út leikbann í leiknum í dag, sigurinn var því mjög mikilvægur.