Átta marka sveifla hjá ÍBV

ÍBV tapaði fyrir Fylki í kvöld í Pepsídeild kvenna en leikur liðanna fór fram í Árbænum. Lokatölur urðu 3:0 en staðan í hálfleik var 1:0. ÍBV byrjaði betur í leiknum en Fylkir skoraði gegn gangi leiksins á 12. mínútu og eftir það voru það heimakonur sem voru sterkari. Átta marka sveifla er í síðustu tveimur […]

Ekkert þokast í samningsátt

Verkfall undirmanna á Herjólfi hófst 5. mars á þessu ári en verkfallið stóð frá 17 síðdegis til 8 að morgni daginn eftir og um helgar. 21. mars var föstudegi svo bætt við verkfallið sem þýddi að ekkert var siglt milli lands og Eyja frá föstudegi fram á mánu­dag og aðeins ein ferð á dag, hina […]

Eyjar á góðviðrisdegi

Veðrið lék við hvern sinn fingur í gærdag og fólk lagði leið sína út um alla eyju til að njóta þess. Halldór Ben er í sumarfríi og ferðaðist meðal annars um fastalandið í fríinu. Nú er hann mættur aftur til Eyja og hann var einn af þeim sem naut góða veðursins í Eyjum í gær. […]

Ekki til eftirbreytni

Á facebooksíðunni Okkar Heimaey er að finna þessa mynd af slóð við veginn kringum Helgafell. Slóðin hefur grafist niður í jarðveginn, annaðhvort eftir bíla eða hesta, nema hvorutveggja sé. Á síðunni segir: �??Utanvegaakstur er hvimleitt fyrirbæri. Hann skilur eftir sig sóðaleg för og raskar jarðvegi. Hann er einnig með öllu óþarfur sérstaklega þar sem að […]

Hræringar í matsölu?

Hvíslað er um það á götum bæjarins að allir veitingastaðirnir sem nú eru starfandi í Eyjum muni ekki lifa næsta vetur af. Nú þegar eru á þriðja tug veitingastaða sem hægt er að velja úr og samkeppnin mikil. Slippurinn mun áfram loka stað sínum yfir veturinn og einbeitir sér að sumar-trafíkinni. Þá hefur Kári Vigfússon […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.