Dagskrá Safnahelgar verður framhaldið í dag

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram í dag en dagskráin hófst í gær með myndlistarsýningu í Alþýðuhúsinu, tileinkuð minningu Ása í Bæ. Fresta varð hins vegar tónleikum Jóhanns Sigurðarsonar og Pálma Sigurhjartarsonar í Eldheimum í gærkvöldi vegna ófærðar en þeir verða þess í stað á sunnudagskvöld klukkan 20:00. Setningarathöfn Safnahelgarinnar verður í Stafkirkjunni klukkan 17:00 en þar […]
Sýning Einars Mikaels fellur niður

Töframaðurinn Einar Mikael ætlaði að vera með sýningu í Höllinni í kvöld en þar sem Herjólfur fór ekki í morgun og ekkert var flogið, þá fellur sýningin niður. �??Var mjög spenntur og vera með flotta sýningu í Höllinni en því miður fór Herjólfur ekki í morgun svo ég komst ekki yfir. �?g stefni á að […]
Sex tónlistarkennurum sagt upp

Sex kennurum við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Ástæðan er fækkun nemenda í skólanum en nemendum fækkaði um 20 frá því á vorönn og þar af leiðandi hefur verkefnum kennara fækkað. Rætt er við Stefán Sigurjónsson, skólastjóra Tónlistarskóla í Eyjafréttum en í máli hans kemur fram að nemendum hafi fækkað og að samkeppnin […]
Ekkert ferðaveður

Herjólfur hefur ekkert siglt það sem af er dags en fyrsta og önnur ferð skipsins var aflýst. Athuga á með næst ferð klukkan 13:00 en samkvæmt mælingu öldudufls við Landeyjahöfn var ölduhæð 1,9 metri klukkan 7:00 í morgun en síðan þá hefur ölduhæð vaxið mikið og klukkan 9:00 var ölduhæð komin upp í 3,4 metra. […]
Sótti sjúkling til Eyja í rokinu

Senda varð þyrlu Landhelgisgæslunnar til Eyja í gær til að sækja veikan einstakling til Vestmannaeyja. Sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent hér vegna vindhraðans en um 30 metra meðalvindhraði var þegar þyrlan lenti hér um miðnætti. Var sjúklingurinn fluttur á Landspítalann. (meira…)
Breskur morgunmatur í tippinu á morgun

Getraunir ÍBV slá upp stórveislu í Týsheimilinu á laugardaginn kl.12:00! Snillingarnir Ian Jeffs og Matt Garner ætla að bjóða tippurum í breskan morgunmat og þá erum við að tala um egg og bacon og alles! Krissi Karls splæsir herlegheitunum! Einnig ætla þessir meistarar að kenna okkur að tippa á enska boltann og gera almennilegan kerfisseðil […]
Stórkostlega gallað kjánaprik
Hún er vond sú tilfinning þegar einhver sér óvart hluta af manni sem maður hefur eftir fremsta megni reynt að fela fyrir öðrum. Ég hef næstum misst af Herjólfi þrisvar (get eingöngu skrifað það á kjánaskap og kæruleysi) og hef einu sinni meira að segja tekist það. Klárlega ekki það versta sem ég hef gert, […]
�?yrla sótti veikan einstakling í gærkvöldi
Seint í gærkvöldi þurfti að ræsa út sjúkraflugvél Mýflugs til að sækj veikan einstakling til Eyja. Sjúkraflugvélin gat hinsvegar ekki lent í Eyjum vegna mikils vinds. Var þá brugðið á það ráð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tókst henni lendingin vel þrátt fyrir þennan sterka vind. Við þessar veðuraðstæður kristallast sú hugmyndafræði sem virðist ætla að […]