�?egar Vestmannaeyingar eru spurðir um fyrirtækið Marhólma ehf. sem er til húsa inni á Eiði verður fátt um svör. Marhólmar byrjaði starfsemi 2013 og þar starfa í dag hátt í 20 manns. Marhólmar einbeitir sér að framleiðslu á fullunnum gæðavörum úr hrognum og síld. Vörur fyrirtækisins eru seldar á neytendamörkuðum beggja vegna Atlantsála bæði undir eigin vörumerkjum en einnig undir merkjum kaupenda. Hjá Marhólmum er stigið enn eitt skrefið í fullvinnslu sjávarafurða í Vestmannaeyjum. �?að er ekki magnið sem allt snýst um heldur gæðin. Hvert gramm skiptir máli og í sumum tilfelum fer vara frá Marhólmum beint í hillur verslana í Finnlandi, verðmerktar og klárar í hendur neytenda.
Í blaðinu Eyjafréttum sagt frekar frá þessu merka fyrirtæki og rætt við starfsfólk þess. Á myndinni eru Ragnhildur, framleiðslustjóri og hugmyndasmiðirnir Halldór og Hilmar.
Framtíðarstarf í Vinnslustöðinni