Núverandi Herjólfur er eins og flestir vita sá þriðji í röð Herjólfa og hafa þeir allir þrír ætíð verið mikið meðal tannanna hjá Eyjamönnum. Og nú að undanförnu hefur sá fjórði sem enn er þó á teikniborðinu einnig mikið verið í umræðunni. Ekki er von á öðru en að svona verði þetta um ókomna tíð.
Í dag er þó gaman að geta þess að þennan dag fyrir 55 árum kom til Eyja Herjólfur hin fyrsti og verður ekki annað sagt að núverandi Herjólfur sé töluvert þægilegri ferðamáti en sá fyrsti var.
Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, hann sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til �?orlákshafnar einu sinni í viku. Hann kom nýr til landsins 12. desember 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkisins og höfðu Vestmannaeyingar lítið að segja um hvernig útgerð þess var háttað.
Svo er bara spurning hvenær sá fjórði kemur og hvernig hann á eftir að reynast í samanburði við forvera sína.