Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og lítið um útköll. Skemmtanahald helgarinna gekk með ágætum og engin alvarleg mál sem upp komu.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinar. Árásin átti sér stað á einum af veitingastöðum bæjarins aðfaranótt 7. desember sl. �?arna hafði maður orðið fyrir árás annars manns án tilefnis, að því er virðist. Sá sem fyrir árásinni varð fékk blóðnasir en er annars ekki alvarlega meiddur.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu en um var að ræða mannlausa bifreið sem rann af stað og lenti á steyptum vegg. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist lítillega.
Ein kæra vegna brota á umferðarlögum er skráð í kerfum lögreglu en um var að ræða vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar ökutækis og vanræksla á að færa ökutækið til endurskoðunar. Sökum þessa voru skráningarmerki bifreiðarinnar tekin af bifreiðinni.
Lögreglan vill minna ökumenn á að skafa rúður bifreiða sinna áður en haldið er af stað þannig að útsýni sé ekki skert. �?á er einnig rétt að benda eigendum ökutækja að kanna með ljósabúnað bifreiða sinna, en eitt hvað er um það að ljósabúnaði ökutækja sé ábótavant.