Ríkið hefur ekki ákveðið hvernig á að fjármagna smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju, en ekki er gert ráð fyrir fjármagni í hana í fjárlögum næsta árs. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segist þó trúa því að hún verði tilbúin til siglingar 2016.
R�?V.is greinir frá því að í frumvarpi til fjárlaga næsta árs segi að ekki liggi fyrir á þessari stundu hvernig fjármögnun verður háttað, en gert er ráð fyrir að það mál verði skoðað sérstaklega þegar fullnaðarhönnun ferjunnar liggur fyrir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, lýsti yfir áhyggjum af þessu þegar fjárlagafrumvarpið kom út í september og kallaði þingmenn suðurkjördæmis á sinn fund.
Elliði segir að enn sé hægt að breyta frumvarpinu þar sem þriðja umræða er eftir. �??Við höfum þá trú á ríkisstjórn og þingmönnum að það verði tryggðar leiðir til að hægt verði að bjóða út nýsmíðina núna í febrúar eins og gert verði ráð fyrir. Nýsmíði hefjist svo í apríl maí og verði tilbúin til siglingar í lok árs 2016.�??
Elliði segir þingheim allan meðvitaðan um þessa áætlun, þó að enn sé verið að skoða leiðir til fjármögnunar. Einn möguleikinn sé að sveitarfélagið eigi ferjuna og leigi ríkinu hana. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir við hana er um fjórir milljaðar króna, en Elliði bendir á að það verði mun ódýrara að reka hana heldur en Herjólf; það muni um 400 milljónum króna á ári.
Núverandi söluandvirði Herjólfs er um einn og hálfur milljarður. Nýja ferjan verður svipuð að stærð og Herjólfur, en mun ódýrari í rekstri og burðargeta eykst um 60 til 70% á dag. Hægt verður að sigla um átta ferðir dag hvern, en ekki fjórar eins og á Herjólfi. Hún er sérhönnuð til siglinga um Landeyjahöfn, mun grunnristari en forveri hennar. �??Við trúum því að fjárlög fyrir komandi ár verði í samræmi við þau loforð sem þingmenn og ráðherrar hafa veitt.�??