Á miðvikudagskvöldið kemur verða Jólaperlur, árlegir styrktartónleikar �?skulýðsfélags Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum haldnir í Safnaðarheimili Landakirkju, en þetta er í sjötta skiptið sem tónleikarnir eru haldnir. Enn og aftur er það hópurinn Jólaperlurnar sem gefa félaginu vinnu sína við skipulagninguna en fyrir þeim hóp fer Birkir Thór Högnason.
Hljómsveitina skipta Birgir Nielsen á trommur en hann er einnig hljómsveitarstjóri, Kristinn Jónsson á bassa, Sigmundur Sigurgeirsson á hljómborð og Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi Landakirkju á gítar. Sönghópurinn er svo ekki af verri endanum en þær Sísí Ástþórsdóttir, Una �?orvaldsdóttir, Helga Sóley Aradóttir og Svanhildur Eiríksdóttir mæta ásamt Jórunni Lilju Jónasdóttur, Sólveigu Unni Ragnarsdóttur, Vilborgu Sigurðardóttur, Ylfu Lind Gylfadóttur og �?órarni �?lasyni. �?rjár stúlkur úr stúlknakór Landakirkju, þær Dagbjört Lena Sigurðardóttir, Ingunn Silja Sigurðardóttir og Jóna María Káradóttir, munu einnig koma fram og syngja undir stjórn Kitty Kovács organista Landakirkju. �?ví miður getur Birkir Thór ekki tekið þátt í ár sökum anna.
Hér er glæsileg dagskrá í boði sem svíkur engann. Miðasalan er hafin á Kletti og kostar litar kr. 2.000 inn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00