Eins og fyrri vika var frekar rólegt hjá lögreglu í liðinni viku. Helst var að lögreglan þurfti að aðstoða borgarana sökum þess rysjótta veðurfars sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum og engin teljandi útköll á öldurhús bæjarins.
Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í liðinni viku en um var að ræða þjófnað á farsíma sem mun hafa verið tekin úr hliðartösku sem skilin var eftir.
Lögreglu berst reglulega tilkynningar um farsímaþjófnaði og eiga þjófnaðarnir sér yfirleitt stað á skemmtistöðum þegar símarnir eru lagðir á borð eða hreinlega skildir eftir á borði og eigandinn bregður sér frá. Lögreglan vill því hvetja fólk til að skilja ekki við sig verðmæti, þar sem alltaf finnast einstaklingar sem er tilbúið til að hnupla verðmætum sem það sér.
Fjögur umferðarlagabrot liggja fyrir eftir vikuna en um er að ræða brot á reglum um stærð og þyngd ökutækja, ólöglega lagningu ökutækis, brot á reglu mum hleðslu og frágang farms og akstur sviptur ökuréttindum.