�?að hefur vakið athygli að ekki er gert ráð fyrir fjárframlögum til byggingar nýs Herjólfs eins fyrirheit eru um. Ekki er þó allt sem sýnist því í nefndaráliti fjárlaganefndar Alþingis segir: �??�?á er vakin athygli á því að áform um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru óbreytt. Unnið verður að fjármögnunarleiðum samhliða undirbúningi útboðs sem fyrirhugað er á fyrri hluta komandi árs.”
Eyjafréttir leituðu til Elliða Vignissonar bæjarstjóra hvernig þetta mál horfir við honum:
�??Við gerð fjárlaga fundum við afar eindregin vilja ríkisstjórnar til að setja framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja á oddinn. Sjálfur hef ég átt tugi funda vegna þessa með ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum. Róðurinn var af sjálfsögðu þungur enda fjárlögin í járnum. �?að er því afar ánægjulegt að sjá að áform um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju eru óbreytt. Ef allt fer að óskum verður smíði ferjunnar boðin út í febrúar og vonandi hægt að hefja smíði eigi síðar en í maí. �?að gefur von um að ný ferja hefji siglingar við lok ársins 2016.
En hvað merkir að unnið verði að fjármögnunarleiðum samhliða undirbúningi útboðs?
�?að merkir að ríkið heldur því opnu að fara í samstarf við þriðja aðila um fjármögnun. �?annig hefur það til að mynda komið til álita að Vestmannaeyjabær taki þátt í verkefninu og eignarhaldi á ferjunni gegn leigusamningi við ríkið. Eftir atvikum verði þá skoðað samstarf við fagfjárfesta svo sem lífeyrissjóði og hverskonar innviðasjóði.
Hefur Vestmannaeyjabær hafið slíkan undirbúning?
Já við höfum verið að skoða þessi mál af fullri alvöru án þess að nokkur ákvörðun liggi fyrir. �?g hef ma. rætt þetta við �?löfu Nordal innanríkisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. �?á hef ég átt fundi með innlendum og erlendum fagaðilum og fjárfestum. Á slíkt ber þó að líta sem algeran grunnundirbúning enda hefur enn engin ákvörðun verið tekin um hvaða leiðir verði farnar við þessa mikilvægu innviðafjárfestingu ríkisins. Vestmannaeyjabær er með þessum undirbúningi eingöngu að gera sig kláran í bátana til að vera tilbúin ef á aðkomu Vestmannaeyjabæjar reynir.
Hvað með ferjuna sjálfa. Teljið þið að hún komi til með að standa undir væntingum og verða sú lausn sem samfélagið hér þarf á að halda?
Nú er það svo að við bæjarfulltrúar verðum að stóla á aðra þegar kemur að siglinga- og hafnartæknifræðilegum atriðum. Við höfum haft �??og höfum enn- áhyggjur af frátöfum og burðargetu skipsins. �?etta tvennt er hinsvegar nátengt því eftir því skipið verður stærra þá þarf það einfaldlega að sigla oftar til �?orlákshafnar. Við höfum í því samhengi sett fram þau viðmið að ekki sé ásættanlegt að fjöldi þeirra daga sem ferðir í Landeyjahöfn falli alveg niður séu fleiri en 10. �?á höfum við ítrekað lýst áhyggjum af burðargetu hins nýja skips. �?ótt hægt sé að fallast á þau rök sem fram hafa komið um að vegna þess hversu mikið ódýrara í rekstri hið nýja skip sé þá verði mögulegt að bregðast við takmarkaðri flutningsgetu með fleiri ferðum án viðbótarkostnaðar miðað við það sem nú er. �?að reynir hinsvegar á traust á ákvörðunum pólitískra fulltrúa sem fara með forræði samgangna. Slíkt traust hefur því miður ekki verið til staðar hjá bæjarbúum í mörg ár. Sú vöntun á trausti útskýrist af því að samgöngur við Vestmannaeyjar hafa lengi verið langt frá því sem boðlegt er og viðbrögð opinberra aðila ekki í samræmi við þörfina. �?á hafa bæjarfulltrúar einnig margsinnis haldið því til haga að sé mið tekið af umferðarspá Vegagerðar í siglingum milli lands og Eyja sé þörf fyrir tvö skip eins og það sem nú er verið að smíða. �?annig að auðvitað höfum við bæjarfulltrúar allar sömu áhyggjur og bæjarbúar almennt.
En þá höfnin sjálf. Hvað þarf að gera með hana?
Eins og ég segir þá munum við bæjarfulltrúar aldrei finna lausn á verkfræilegum þáttum. Landeyjahöfn er í eigu ríkisins og rekin á ábyrgð samgönguyfirvalda. Við höfum því ítrekað krafist þess að smíðatími nýs skips verði nýttur til að gera úrbætur á Landeyjahöfn með það að markmiði að þegar hið nýja skip kemur til þjónustu standist það væntingar.
Jafnvel þótt allt fari á besta veg hvað varðar nýsmíði þá eru enn amk. tvö ár í að hún komi til þjónustu. Hvað með tímann þangað til?
Núverandi ástand er illþolanlegt en það er nú samt grá veruleikinn að sennilega þurfum við að lifa við þetta svona þar til ný ferja kemur. Vissulega höfum við bæjarfulltrúar ítrekað krafist þess að brugðist verði við þessari stöðu með því að leigja heppilegt skip til þjónustu í Landeyjahöfn. �?llum hefur lengi verið ljóst að Herjólfur ræður illa við aðstæður í siglingum til Landeyjahafnar. Ítrekað hefur hætta skapast og í raun er það þrekvirki að skipstjórum og áhöfn Herjólfs skuli hafa þó tekist að nýta höfnina jafn mikið og raun ber vitni. Við getum hinsvegar lítið gert annað en pressað og þrýst. �?að höfum við gert og það gerum við áfram.