Nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum (FÍV) sem þreyttu jólaprófin að þessu sinni upplifðu líklega minni þreytu en áður, þar sem breyting var gerð á próftíma. �?ll próf í FÍV hófust klukkan 13 að þessu sinni en áður hafa þau byrjað klukkan 9 á morgnana. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari, segir að breytinguna megi rekja til Íslandsmeistaratitils ÍBV í handbolta síðastliðið vor. Daginn eftir úrslitaleikinn eftirminnilega við Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði var próf í FÍV. Fjölmargir nemendur fóru á úrslitaleikinn og komu heim til Eyja með Herjólfi seint um kvöldið að leik loknum. Stjórnendur skólans komu til móts við nemendur með því að færa prófið daginn eftir leik til klukkan 13.
Gefst vel að hefja próf eftir hádegið
Kennurum í FÍV fannst þetta takast vel og höfðu á orði að nemendur væri tilbúnari en áður að þreyta próf. Í kjölfarið skapaðist umræðu um hvort breyta ætti tímasetningu prófa alfarið og einnig hafa verið gerðar breytingar á kennslutíma. �??Í haust höfum við hafið kennslu klukkan 9 í stað 8 áður, tvo daga í viku. Okkur hefur fundist það gefast vel,�?? segir Helga Kristín í samtali við Eyjafréttir.is. �??�?að á alveg eftir að skoða hvort árangurinn sé betri og ætlum við okkur þennan vetur til að meta það. �?að eru kostir og gallar við allt og það eru alls ekki allir sammála um að byrja prófin klukkan 9,�?? segir Helga Kristín. Hún segir að námsárangur á nýlokinni önn liggi ekki fyrir en það sé tilfinning kennara að nemendur skrifi meira og nýti próftímann betur en áður.
Kennurum í FÍV fannst þetta takast vel og höfðu á orði að nemendur væri tilbúnari en áður að þreyta próf. Í kjölfarið skapaðist umræðu um hvort breyta ætti tímasetningu prófa alfarið og einnig hafa verið gerðar breytingar á kennslutíma. �??Í haust höfum við hafið kennslu klukkan 9 í stað 8 áður, tvo daga í viku. Okkur hefur fundist það gefast vel,�?? segir Helga Kristín í samtali við Eyjafréttir.is. �??�?að á alveg eftir að skoða hvort árangurinn sé betri og ætlum við okkur þennan vetur til að meta það. �?að eru kostir og gallar við allt og það eru alls ekki allir sammála um að byrja prófin klukkan 9,�?? segir Helga Kristín. Hún segir að námsárangur á nýlokinni önn liggi ekki fyrir en það sé tilfinning kennara að nemendur skrifi meira og nýti próftímann betur en áður.
Próf breytast
Helga Kristín bendir á að próf breytist með breyttu námsmati. Nú tíðkist varla lengur að hafa svokölluð 100% próf, þar sem einkunn prófanna gildir alfarið sem lokaeinkunn áfanga. �?að færist þess í stað í aukana að nemendur hafi lokið hluta af námsmati áður en til lokaprófs kemur. �??�?etta á eftir að leiða til þess að próftími styttist. �?g á von á að það verði tvö til þrjú próf á dag þegar breyting á námsmati verður að fullu gengin í gegn. �?að skiptir mestu að nemendur nýti tímann sem best í skólanum,�?? segir Helga Kristín.
Helga Kristín bendir á að próf breytist með breyttu námsmati. Nú tíðkist varla lengur að hafa svokölluð 100% próf, þar sem einkunn prófanna gildir alfarið sem lokaeinkunn áfanga. �?að færist þess í stað í aukana að nemendur hafi lokið hluta af námsmati áður en til lokaprófs kemur. �??�?etta á eftir að leiða til þess að próftími styttist. �?g á von á að það verði tvö til þrjú próf á dag þegar breyting á námsmati verður að fullu gengin í gegn. �?að skiptir mestu að nemendur nýti tímann sem best í skólanum,�?? segir Helga Kristín.
Hefja skóladaginn seinna í skammdeginu
Hún segir að það sé allur gangur á því hver próftímí er í framhaldsskólum landsins. �??En það er til skoðunar í skólum almennt hvenær best er að byrja skóladaginn. �?að er óneitanlega mjög mikið myrkur í skammdeginu og það mætti skoða hvort það hefði jákvæð áhrif að byrja heldur seinna á morgnana. �?að er líka ekkert sem segir að skólinn þurfi að byrja á sama tíma dagsins alla mánuði ársins,�?? segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.
Hún segir að það sé allur gangur á því hver próftímí er í framhaldsskólum landsins. �??En það er til skoðunar í skólum almennt hvenær best er að byrja skóladaginn. �?að er óneitanlega mjög mikið myrkur í skammdeginu og það mætti skoða hvort það hefði jákvæð áhrif að byrja heldur seinna á morgnana. �?að er líka ekkert sem segir að skólinn þurfi að byrja á sama tíma dagsins alla mánuði ársins,�?? segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.