Árlegt jólaball leikskólabarna af leikskólanum Kirkjugerði og af 5 ára deildinni Vík fór fram á Hraunbúðum í morgun. Jólasveinarnir Skyrgámur og Gluggagægir tóku þátt í gleðskapnum og gáfu öllum mandarínur að dansleik loknum. Gísli Stefánsson, Jarl Sigurgeirsson og Birgir Nielsen sáu um tónlistina.
Greinilegt var að allir skemmtu sér hið besta og hafði 88 ára vistmaður Hraunbúða á orði við blaðamann Eyjafrétta eftir fjörið að hann hefði yngst um 80 ár. �??�?g varð bara 8 ára aftur, hún er svo ósvikin gleðin í andlitum barnanna,�?? sagði maðurinn og arkaði glaður úr matsalnum.
Meðfylgjandi myndband og ljósmyndir tók Sighvatur Jónsson á Hraunbúðum í morgun.