Frestur til að skila inn tilboðum í leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvarinnar frá og með 1. janúar 2016. Tvö tilboð bárust, frá GYM-heilsu sem rekur salinn í dag og frá líkamsræktarstöðinni Hressó.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra hjá bænum bauð GYM-heilsa í leigu á sal og umsýslu. Tilboðið felst í því að að halda áfram samstarfi við bæinn samkvæmt núverandi samningi. Fyrirtækið á tækin sem eru í salnum og er leiga og þjónustugjald 145.000 krónur á mánuði og 1550 krónur í umsýslukostnað á hvern einstakling. Hækkar leiga og gjöld samkvæmt vísitölu.
Hressó líkamsræktarstöð býður 150.000 krónur fyrir leigu á sal og 2000 krónur í umsýslukostnað.
�??Nú verður farið í að skoða betur tilboðin og fá upplýsingar um þætti s.s. verð á árskortum og fleira,�?? sagði Jón.
Auglýsing Vestmannaeyjabæjar:
Vestmannaeyjabær sem leigusali óskar eftir tilboðum í leigu á húsnæðisaðstöðu heilsuræktarsals sem tengdur er við sundlaug Íþróttamiðstöðvar, frá og með 1. janúar 2016.
Eftirfarandi skilyrði eru gerð til tilboðsgjafa:
�?� þarf að hafa reynslu af rekstri líkamsræktar
�?� þarf að vera með árskort á sanngjörnu verði
�?� þarf að bjóða upp á tæki og tól frá viðurkenndum aðilum
�?� þarf að hafa alla ábyrgð, eftirlit, umsjón og þrif á starfsaðstöðu
�?� �?arf að geta sýnt fram á tryggan rekstur með framvísun viðurkenndra ársreikninga auk þess gerir leigusali áskilnað um tryggingar fyrir leigugreiðslum
�?� leigusamningur gildi í 5 ár
Innifalið í tilboði skal vera:
�?� tilboð í leigu á sal (131,6 fm)
�?� tilboð í umsýslukostnað vegna sölu árskorta
�?� það er skilyrði að hver einstaklingur sem kaupir kort í líkamsrækt greiði aðgang að sundi skv. gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.
Við úrvinnslu og mat tilboðsgagna verður hafður til hliðsjónar IV. kafli Innkaupareglna Vestmannaeyjabæjar sem nálgast má á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. http://vestmannaeyjar.is/skrar/file/samthykktir/innkaupareglur_vestmannaeyjabaejar.pdf
Rekstur líkamsræktar við sundlaug bæjarins, ábyrgð, eftirlit, umsjón og þrif er sjálfstæður rekstur og að öllu leiti aðskilinn rekstri Vestmannaeyjabæjar.
Tilboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 12. desember 2014. Tilboð verða opnuð í fundarsal Ráðhússins kl. 14:00 sama dag.
Tilboðum skal skilað í afgreiðslu Ráðhússins merkt �??Tilboð í leigu á húsnæðisaðstöðu Íþróttamiðstöðvar�??.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða [email protected]