Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
�??Í ljósi þess hversu oft það hefur gerst að fólk sem afslátturinn nær til óskar eftir því að greiða engu að síður sín gjöld, samþykkir bæjarráð þá breytingu að niðurfellingin verði háð því að umsókn um slíka niðurfellingu berist Vestmannaeyjabæ eigi síðar en 6. febrúar 2015. �?á samþykkir bæjarráð einnig að ólíkt því sem áður hefur verið skuli niðurfelling ekki ná til þjónustugjalda. Bæjarráð felur starfsmönnum að senda kynningarbréf þessa eðlis á þá sem niðurfellingin nær til,�?? segir í fundargerð.