Í kvöld frá klukkan 20.00 til 22.00 verður skemmtileg uppákoma á Hárstofu Viktors þar sem Viktor Ragnarsson, hársnyrtimeistari og Hólmgeir Austfjörð stórkokkur á 900 Grill slá saman í púkk á herrakvöldi sem þeir kalla Rakstur & Rif.
�?ar verður eflaust mikið stuð enda ekki á hverju kvöldi sem rakstri og rifjum er slegið saman. Auk þess verður söngur og eflaust mikið grín.