Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar, lá fyrir erindi frá undirbúningshópi að friðlýsingu fyrir búsvæði sjófugla í Vestmannaeyjum skv. lögum um náttúruvernd. Afrakstur þeirrar vinnu sem farið var í, liggur nú fyrir en mtarkmið hennar er meðal annars að varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi alþjóðlega mikilvægra fuglabyggða og vernda búsvæði lunda, skrofu, stormsvölu, sjósvölu, súlu, ritu, fýls, langvíu og álku. �?á er markmið friðlýsingarinnar að tryggja rannsóknir, fræðslu og vöktun á lífríkis svæðisins með áherslu á búsvæði og afkomu sjófugla.
Í bókun Umhverfis-og skipulagsráðs segir að ráðið hafi kynnt sér störf undirbúningshópsins og geri ekki athugasemdir fyrir sitt leyti að friðlýsingin taki gildi. �?á vill ráðið taka fram að ofangreind vinna hefur ekki áhrif á lundaveiðar eins og þær eru stundaðar í dag. Ráðið leggur áherslu á að forræði yfir nytjum sé áfram á hendi Vestmannaeyjabæjar sem landeiganda.