�?eir sem fylgjast með veðurlýsingum á Rás 1 hafa tekið eftir því að lítið er að frétta af veðri á Stórhöfða, þessari fyrrum einni af helstu veðurathugunarstöðvum landsins. �?skar Sigurðsson sem gegndi m.a. starfi veðurathugunarmanns lengst af sinni starfsævi er fluttur á Selfoss. Sonur hans Pálmi Freyr tók við starfi hans, honum hefur verið sagt upp störfum, en býr enn á Stórhöfða, en sú búseta er senn á enda. Eyjafréttir leituðu til Pálma Freys, til að fá fréttir af veðurlýsingunum á Stórhöfða eða ekki veðurlýsingunum þaðan. Pálmi Freyr sendi hinsvegar bréf þar sem hann segir skýrt og skorinort hvernig staðan er:
�??Nú geta þeir ekki sagt veðrið frá Stórhöfða því vindáttamælir er bilaður (tók reyndar 18 daga fyrir þá að sjá að hann væri bilaður). �?að á greinilega að jarða þessa meðal þeim elstu veðurathugunarstöðvum landsins. Stóra spurning mín er hvers vegna þessi skyndilega ákvörðun að setja Stórhöfða úr A-flokk í ruslflokk á svipstundu.
Svo er ekki bara vindmælir sem er bilaður heldur er rakamælirinn búinn að vera bilaður næstum því allt árið. Svo enginn úrkoma er mæld lengur, þar sem því var hætt 1. nóv. Og Veðurstofan hefur EKKI ENN sett sjálfvirkan úrkomumælir.
Vitavarðastarfið á vegum Siglingastofnurnar var lagt niður árið 2007. Veðurathugunarstarfið á vegum Veðurstofu Íslands var lagt niður 1. maí 2013. Mannaðar úrkomumælingar á vegum Veðurstofu Íslands voru lagðar niður 1. nóv. 2014. Erlendar mengunarmælingar með milligöngu Veðurstofu Íslands færðist yfir til Nátturustou Suðurlands líka 1. nóv 2014.
Staðan hjá okkur Stórhöfðafeðgum. Faðir minn er fluttur til Selfoss fyrir nokkrum vikum, og ég er á leiðinni í Faxastig 12 á næstum dögum eða vikum. �?annig að Stórhöfðaviti verður senn eyðibýli.”
Kv. Pálmi Freyr