Hárstofa Viktors bauð uppá forleik jólanna á rakarastofunni um síðustu helgi undir heitinu Rakstur og Rif. Kvöldið var frábært í alla staði og frábær mæting. Boðið var uppá puttamat sem samanstóð af BBQ grísarifjum, kjúklingavængjum, grillaðri nautalund og bernes að sjálfsögðu, þessu var svo skolað niður með góðum vökva sem yljar gjarnan dýpstu hjartarótum. Söngsveitin Stuðlar heimsótti samkvæmið og skemmti gestum. Myndbandið var tekið af facebooksíðu Hárstofunnar.