�?að fór án efa ekki framhjá neinum hinn glæsilegi sigur B liðs ÍBV í handknattleik karla á �?rótti í bikarnum. Leikurinn þó afburða vel leikinn af hálfu ÍBV og er óhætt að segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Með þessum örugga sigri komst ÍBV B lið í 8 liða úrslit bikarsins ásamt m.a. A liði ÍBV og einhverjum öðrum liðum.
En ástæða þessa pistils er auðvitað ekki sú að vekja athygli á þessum frábæra árangri B liðsins enda er hann áhorfendum og Eyjamönnum öllum í fersku minni. Ástæða þess að þessi orð eru rituð er sú hætta sem nú steðjar að lykilmönnum B liðsins og hefur áður orðið góðum mönnum í sömu stöðu skeinuhætt.
Nú fer í hönd hátíð árs og friðar. Jól og áramót eru á næsta leiti. �?eim fylgja hins vegar freistingar sem að leikmenn B liðsins verða öðrum mönnum fremur að forðast. �?essar hættur eru í formi alls kyns kræsinga í mat og drykk. Nú er það þannig, eins og eyjamenn vita, að nokkrir og jafnvel nokkuð margir í B liði ÍBV eru þannig gerðir að þeir mega vart við því að frekari aukning verði á líkamsmassa þeirra án þess að árangri liðsins og áhorfendum verði stefnt í hættu. �?að er ekki við hæfi að nafngreina þessa leikmenn eins og Daða Páls, Sindra �?lafs, Davíð �?skars, Pálmi Harðar og Siggi Braga. �?á er einnig sannað að mikið magn af söltuðum kjötafurðum getur valdið hárleysi. Kannski of seint fyrir Sigmar en aðrir leikmenn hafi þetta í huga. Í þessum sambandi er rétt að benda á að Arnar Péturs bíður eftir skiptingu en hann var uppá landi í þessu leik sem og hefur Erlingur Rikka reynt að losna undan samningi hjá þýsku refunum og leika með liðinu. Rétt er einnig að nefna að Haraldur Hannesson hefur lýst yfir miklum áhuga á að leika með B liðinu en viðurkennum við að það er ekki gagnkvæmt. Munum við tilkynna honum það með leynd því aðgát skal höfð í nærveru sálar. �?að sem kom okkur undirrituðum hins vegar mest á óvart í leiknum var að bestu leikmenn liðsins vinna báðir við það að sitja á rassinum og horfa á tölvur, þ.e. Sæþór og Daði Magg. Munum við að sjálfsögðu taka tillit til þess við þjálfun liðsins á næstunni.
Við viljum biðja Eyjamenn alla að vera á vaktinni og fylgjast með því að leikmenn missi sig ekki. Við sjálfir munum boða leikmenn fyrirvaralaust í vigtun nú um hátíðarnar.
Að öðru leyti þá óskum við öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Yfir- og aðstoðarþjálfari B liðs ÍBV karla í handknattleik
Karl Haraldsson
Sigurjón Ingvarsson