Í gærkvöldi var mikil veisla í Höllinni þar sem fagnað var 80 ára afmæli Sjómannafélagsins Jötuns. Veislunni stjórnaði Valmundur Valmundsson, fráfarandi formaður Jötuns og nýkjörinn formaður Sjómannasambands Íslands.
Boðið var upp á fimm rétta gala kvöldverð með völdum vínum. Að borðhaldi loknu voru þeir Elías Björnsson, sem, lengi var formaður Jötuns, Páll Grétarsson matsveinn, Jóhann Hjartarson og �?lafur Ragnarsson, sjómenn gerðir að heiðursfélögum í Jötni.
Á eftir skemmti hljómsveitin Gullfoss ásamt Jakkalökkunum og gestasöngvurum og Gullfoss lék fyrir dansi fram eftir morgni.
Á myndinni er Valmundur með þeim Páli, Elíasi og �?lafi.