Sá fáheyrði atburður gerðist að Bensínsalan Klettur í Vestmannaeyjum var lokuð á milli 17.00 og 19.00 í gær. Tilefnið var ærið því þarna voru eigendurnir Magnús Sveinsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir að minnast þess að í febrúar sl. voru 40 ár síðan þau tóku við rekstrinum.
Af því tilefni buðu þau öllum konum og körlum sem unnið hafa hjá þeim á þessum árum til teitis á Kletti. Konurnar skipta tugum en karlana má telja á fingrum annarrar handar. Eyjafréttir voru á staðnum til að mynda hópinn sem er mjög glæsilegur.
Á myndinni eru Sjöfn og Magnús með hluta af fjölskyldunni og konum sem hafa unnið lengst hjá þeim.