En árið byrjaði með því að í janúar jörðuðum við systur mína, aðeins 48 ára gamla eftir mjög erfiða baráttu við krabbamein. Reyndar hafa óvenju margir eyjamenn látist að undanförnu og ekki bara fullorðið fólk, heldur líka fólk á besta aldri. Ljósið í myrkrinu er lítill afastrákur sem fæddist í haust og fékk mitt millinafn og var skírður Eiður Snær.
�?tgerðin hjá mér varð fyrir ýmsum áföllum á árinu. Eftir rótar fiskirí fyrstu tvo mánuði ársins, gafst vélin upp í gamla bátnum. �?g hafði nú oft velt því fyrir mér, hvernig ég myndi bregðast við ef sú staða kæmi upp og notaði ég þessa stöðu til þess að byggja upp til framtíðar með því að opna á alla möguleika, bæði að gera bátinn upp með nýrri vél og/eða að setja hann upp í stærri bát, sem að úr varð. Skipti ég þannig úr liðlega 7 tonna bát í 10 tonna bát, sem er að öllu leyti stærri og öflugri heldur en gamli báturinn.
Sumarið var í sjálfu sér ágætt og náði ég í ca. 100 tonn út ágúst á nýja bátnum. Haustið hefur hins vegar verið mjög erfitt, tíðarfarið afskaplega erfitt og ég hef lent í smávægilegu bileríi í haust, sem kannski má segja að hafi náð toppnum 5 dögum fyrir jól, en þá bilaði önnur vélin það illa í bátnum, að hún er komin upp á verkstæði og í parta, en það er ætlunin að hefja róðra strax eftir áramót á einni vél, en það má segja að það hafi verið ein stærsta ástæða fyrir því að ég keypti þennan bát þeas. tvær vélar og möguleiki á að róa á annarri þó hin bili.
Aflabrögð í haust eru ekkert sérstök, komin í ca. 70 tonn, en framundan er vertíðin og svo sumarið, svo eitthvað á nú eftir að reytast inn.
�?g hef oft sinnis fjallað um kvótakerfið í gegnum árin, en um síðustu áramót sendi ég ríkisstjórninni svolítið tóninn vegna þeirrar ákvörðunar hennar um að leyfa stækkun smábáta, sem áttu að hámarki vera 15 tonn, en mega nú vera allt að 30 tonn og ég spáði því að þessi ákvörðun myndi hafa þær afleiðingar að fjöl margir myndu missa vinnuna vegna þessarar ákvörðunar, sem hefur gengið eftir, en ég er ánægður með það að nýlega sagði þingmaður úr meirihlutanum við mig, að þetta hefði verið alveg rétt hjá mér. Sé reyndar í fréttum í dag, að einn harðasti baráttumaðurinn fyrir þessari stækkun og með næst mestu aflaheimildirnar í krókaaflamarkskerfinu, útgerð JV frá Bolungarvík, sem hefur m.a. lýst því yfir nýlega að nú sé tímabært að fara að sameina þessi tvö kvótakerfi, en þegar rýnt er í tölurnar þá myndi slík aðgerð færa þessum útgerðarmanni sem nemur mismuninum á verði aflaheimilda í stóra og litla kerfin við sameiningu, allt að 2 milljarða upp í hendurnar, en í fréttunum kemur fram að þessi útgerðarmaður fór á hausinn 2012, fékk samt að flytja aflaheimildirnar yfir í annað félag og samkvæmt fréttinni, er síðan bankinn hans að afskrifa hjá honum 9 milljörðum króna. Er nema furða þó að vextir frá bönkunum séu háir.
�?g er einn af mörgum sjómönnum sem hefur kvartað yfir Hafró, sérstaklega yfir útreikningum þeirra á ýsustofninum. Merkilegt að sjá niðurstöðuna úr haustralli Hafró, þar sem nýjasti ýsustofninn mælist sá næst stærsti sem nokkrum sinnum hefur mælst. En spurningin er þessi: Hafró er búin að segja það í 3 ár að ýsan er algjörlega hruninn, en hvaða fiskur er það þá sem er að hrygna öllum þessum ýsuseiðum?
�?g tók þátt í kosningunum í vor. Hafði engan áhuga á því í byrjun ársins, en þegar leið á vorið og búið að ræða við mig nokkrum sinnum, ásamt því að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mörgum málum sem snerta bæjarfélag Vestmannaeyja, þá lét ég til leiðast, en með því skilyrði að ég yrði ekki í einu af efstu sætunum. Eftir á að hyggja þá tel ég að það skilyrði hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá mér, enda ansi margt sem fór úrskeiðis í þessu framboði. �?rslitin komu enda ekkert á óvart, en klárlega hefði verið hægt að gera mun betur, en eins og við vitum öll þá búum við í bæjarfélagi þar sem öll störf sem tengjast einhvers konar stofnun eða rekstri, eru full af sjálfstæðismönnum sem allir taka þátt í kosningabaráttunni. Sú grein sem vakti kannski hvað mesta athygli frá mér í kosningabaráttunni, var áskorun mín á bæjarstjórann um að biðjast nú afsökunar á því að hafa reynt að þvinga skipstjóra Herjólf haustið 2010 til þess að sigla í Landeyjahöfn, eftir sínum skoðunum. Flestir sem hafa nefnt þetta við mig hafa reyndar sagt: Já, ég var búinn að heyra þetta.
Hitti reyndar þekktan skipstjóra að máli núna í desember, sem kom inn á þetta af fyrra bragði og sagðist ekki hafa verið búinn að heyra þetta, en hann þekkti einn af skipstjórum Herjólfs, hafði samband við hann og fékk þetta staðfest. �?g ætla því að endurtaka áskorunina. �?etta er afar einfalt Elliði, þú hringir í skipstjórana, biður þá afsökunar og biður þá einnig um að láta mig vita og þar með er málið úr sögunni.
Samgöngumálin eru eins og svo oft, það sem ég hef oftast fjallað um á árinu. �?essi svokallaða nýsmíði er að mínu mati klárlega afturför, því að því hefur þegar verið hvíslað að á þeirri ferju verði ekki silgt til �?orlákshafnar og þegar horft er til þessa erfiða tíðarfars að undanförnu, og þeirrar staðreyndar mér er sagt að í nýjustu mælingu inni í Landeyjahöfn, hafi verið aðeins 1,5 metri niður í sand og höfnin þess vegna lokuð. �?ess vegna er gríðarlega mikilvægt að við eyjamenn stöndum nú saman í baráttunni með strákunum í áhugahópnum um bættar samgöngur og fáum þessa grísku ferju til reynslu, þetta er einfaldlega svo augljóst að ferja sem er með þrefalda flutningsgetu á við núverandi ferju, og getur samt siglt til Landeyjahafnar og til �?orlákshafnar á mun meiri hraða en nýsmíðin, en lengdin á grísku ferjunni er mjög nálægt því sem Herjólfur átti að vera fyrst þegar hann var teiknaður, og telst því vera tveggja öldu skip, sem er nákvæmlega það sem okkur vantar.
�?að eru gríðarlega mikil átök á landinu okkar þessa dagana. Verkföll og hótanir frá læknum m.a. um að yfirgefa landið. Skuldaleiðréttingin er komin í gegn og ég hef sagt það áður að ég sé nú fylgjandi þessari skuldaleiðréttingu, enda varð forsendu brestur í hruninu, en ég verð að viðurkenna eins og er, að miðað við allar þær skattahækkanir og þann niðurskurð sem eru í gangi núna, þá held ég að menn hefðu betur látið þetta eiga sig og reynt frekar að verja störfin og hlúa betur að þeim sem minna meiga sín. Eins hef ég sagt það að ef ekki verður tekið á verðtryggingunni, þá mun þessi skuldaleiðrétting brenna upp á örfáum árum, ég hefði frekar viljað fá verðtrygginguna af heldur en þessa skuldaleiðréttingu.
�?g lenti á spjalli við gamlan kunningja í Eyjum í gær, sem flutti fyrir 10 árum til Noregs, en er hérna í heimsókn yfir jól og áramót. Hann sagði mér frá því, að hann hefði eftir smá tíma í Noregi fengið 100% lán til að kaupa sér húsnæði og hann tók eftir því, að við fyrstu greiðslu, sem var alls ekki óeðlilega há, þá lækkaði höfuðstóllinn. Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki, enda er mér kunnugt um það, að miðað við 40 ára lán, hækki skuldin stöðugt fyrstu 25 árin. �?að er margt skrítið á landinu okkar og mikið óréttlæti að venjulegt fólk skuli þurfa að borga okur vexti alla sína æfi bara til þess að eignast þak yfir höfuðið, á meðan útrásar víkingar fá afskrifaða milljarða, og þá oftast bara út á einhvern klíkuskap.
Fyrir nokkrum árum síðan sagði ágætur eldri vinur minn við mig, að þegar hagræðingunni í sjávarútvegi verður loksins endanlega lokið, þá munu búa í Vestmannaeyjum svona ca. 3200 manns. �?g tók þennan spádóm ekkert mjög alvarlega, en mér finnst vera töluverðar blikur á lofti. �?að er alveg ljóst að við Eyjamenn þurfum að taka á öllu okkar á tímum hagræðingar og niðurskurðar til þess að hér verði lífvænlegt í framtíðinni.
En ég ætla að enda þetta svona:
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein sem hét draumur trillukarlsins. Mörgum þótti sagan góð og það fannst mér líka, enda algjörlega sönn en ágætur vinur minn spurði mig að því nokkru síðar: En hvernig endar svo sagan? �?g þurfti nú að velta þessu fyrir mér í svolítinn tíma, en hitti hann svo aftur að máli og sagði: �?etta er afar einfalt, þegar yfir líkur þá sé ég fyrir mér fallegan grænan blett hér uppi í garði, en svolítið austarlega svo það sé nú gott útsýni út í Miðklett, sem er einn af mínum uppáhalds.
Gleðilegt nýtt ár allir.