Rétt í þessu voru tímamót í sögu útgáfu Eyjafrétta þegar lokið var frágangi á síðasta tölublaði ársins 2014 sem er 40 ára afmælisár Frétta og síðar Eyjafrétta.
Hingað til hafa Eyjafréttir verið prentaðar í prentsmiðju Eyjasýnar nema stærstu blöðin sem prentuð hafa verið hjá Morgunblaðinu. Blaðið hefur verið prentað í eins lita vél þannig að keyra þurfti hverja litaörk fjórum sinnum í gegnum prentvélina og blaðinu síðan handraðað saman. �?annig fer það í hendur blaðberanna okkar og í verslanir.
Nú verður breyting á því fyrsta blað ársins 2015 verður prentað hjá Morgunblaðinu og verður svo að öllum líkindum í framtíðinni. Áfram verður stefnt að því að gefa út öflugt blað og reynt að nýta þau tækifæri sem breytt fyrirkomulag gefa. M.a. verður allt blaðið í lit sem er krafa dagsins í dag.

�?etta tímamótablað Eyjafrétta er farið í dreifingu til áskrifenda en þeir sem ekki geta séð blaðið geta nálgast það hér.