Mjög harður árekstur tveggja bíla varð á mótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar rétt eftir klukkan tólf í dag. �?rennt var bílunum og var það flutt á sjúkrahús til skoðunar. Bílarnir eru mikið skemmdir.
Að mati lögreglunnar fór betur en á horfðist. Annarri bifreiðinni var ekið úr suðri að gagnamótunum og lenti á bifreið sem ekið var vestur Kirkjuveg. Var höggið það mikið að hún lenti upp að gafli á húsinu númer 60 við Heiðarveg. Sjúkrabíll kom á vettvang og flutti fólkið á Sjúkrahús til skoðunar. Kvartaði það um eymsli en að sögn lögreglu var ekki að sjá að um alvarleg meiðsli væri um að ræða.