Litadýrð og hljóðheimur gamlárskvölds er fangaður í myndbandi frá SIGVA media sem Sighvatur Jónsson gerði. Upptakan var gerð í kringum miðnætti þegar skotgleði Eyjamanna náði hámarki. Flugeldarnir eru sýndir á venjulegum hraða og hálfum hraða auk þess sem þeir eru ýmist sýndir aftur á bak eða áfram. Hljóðið var tekið upp með tveimur hljóðnemum og er víðóma endurminning frá nýliðnum áramótum.