Næsta stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða hið svokallaða �??togararall�??, fer fram í mars og hefur verið óskað eftir tilboðum í leigu á allt að þremur togurum. Í frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar kemur fram að verkefnið hafi farið fram frá árinu 1985 en það er mikilvægur þáttur í árlegu mati á stofnstærð botnfiska.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun einnig taka þátt í rallinu eins og undanfarin ár en ekki er gert ráð fyrir þátttöku rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Til margra ára hafa svokallaðir Japanstogarar sinnt þessu verkefni samkvæmt útboðum. Vakin er athygli á að stærðarmörk hafa verið rýmkuð miðað við fyrri útboð þannig að fleiri togarar geta tekið þátt.
Nánar má lesa um útboðið á vef Hafró.