Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, hlaut Fréttapýramídann fyrir árið 2014 fyrir fréttir sínar af landbyggðinni. �?tsendarar Eyjafrétta, Páll Magnússon og �?orsteinn Gunnarsson, afhentu Kristjáni pýramídann í myndveri fréttastofu Stöðvar 2.
Árleg afhending Fréttapýramída fór fram í Vestmannaeyjum í dag en þetta er í fyrsta sinn sem veitt eru verðlaun fyrir fréttaumfjöllun af landsbyggðinni. Fleiri fréttir frá athöfninni birtast á vef Eyjafrétta síðar í dag.