Í stuttri samantekt frá afhendingu Fréttapýramídanna sem fór fram í Kiwanishúsinu í dag má meðal annars sjá hversu hrærð Sjöfn Benónýsdóttir varð þegar tilkynnt var að hún og eiginmaður hennar, Gísli Sigmarsson, væru Eyjamenn ársins.
Sönghópurinn Blítt og létt hlaut Fréttapýramídann fyrir störf að menningarmálum. Fréttapýramídann fyrir störf að íþróttum hlaut Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV í handknattleik. Hjónin Adda Sigurðardóttir og Magnús Bragason hlutu Fréttapýramídann fyrir fyrirtæki ársins, Hótel Vestmannaeyjar. Fleiri viðurkenningar voru veittar eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.