�?að hefur í nokkurn tíma legið fyrir að endurskoða þurfi ýmislegt sem snýr að höfninni sjálfri og þá ekki síst því sem snýr að dýpkunaraðferðum. �?ær dýpkunaraðferðir sem beitt hefur verið eru ekki nægilega áreiðanlegar og árangursríkar. Samhliða smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður að kappkosta að gerðar verði þær breytingar sem þörf er á í höfninni til að bæði höfn og skip virki saman til að tryggja Eyjamönnum þær samgöngur sem vonir hafa verið bundnar við.
Dýpið í hafnamynninu núna er ekki ólíkt því sem hefur verið á þessum árstíma þó það sé ívið grynnra en í fyrra. �?rátt fyrir lítið dýpi þá sigldi Lóðsinn um hafnamynnið og dýptarmældi en hann ristir um 3,2 metra og því mætti ætla að bæði ný Vestmannaeyjaferja sem mun rista 2,8 metra og Víkingur sem ristir 2,6 metra gætu siglt í Landeyjahöfn við svipaðar aðstæður og mælt var.
Sjávardýpi miðast við stórstraumsfjöruborð og þar af leiðir að dýpið er meira á hærri sjávarstöðu. Dýpið núna í Landeyjahöfn endurspeglar þó vel hversu erfitt er að tryggja nægjanlegt dýpi yfir háveturinn en líka að dýpkunaraðferðin sem verið er að beita er ekki fullnægjandi. Dýpkunaraðferðin hefur tekið mið af þeim takmörkunum sem er á siglingum Herjólfs til Landeyjahafnar og kostnaði við dýpkun.
�?egar veður og sjólag eru eins og núna þá er flesta daga ógjörningur að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn. �?lduhæð er einfaldlega of mikil. �?annig að sá mikli kostnaður sem fælist í að dýpka yfir háveturinn fyrir Herjólf skilaði litlu þar sem hann gæti hvort sem er ekki siglt til Landeyjahafnar. Eimskip hefur því haft þann eina kost að sigla til �?orlákshafnar yfir harðasta veturinn. �?annig verður það sennilega því miður þar til að heppilegri ferja verður fengin til þessara siglinga.
Unnið er undirbúningi að því að þróa aðra dýpkunaraðferð en með dýpkunarskipi og fyrirbyggjandi dýpkun sem myndu tryggja nægt dýpi fyrir grunnristaða ferju nema í undantekningartilfellum. Stefnt er að því að hvort tveggja verði tilbúið þegar ný ferja kemur. Ef nægjanlegt fjármagn fæst til verksins þá mun ný ferja og með breyttum dýpkunaraðferðum sigla í Landeyjahöfn allt árið.