Helgi Kristinn Halldórsson er annar tveggja Íslendinga í sex manna hópi sem opnaði nýlega mexíkóskan skyndibitastað í Árósum í Danmörku. Helgi Kristinn er fæddur í Vestmannaeyjum en hann er sonur Halldórs Inga Guðmundsson og �?nnu �?óru Einarsdóttur, sem búa nú á Selfossi.
Helgi Kristinn er lærður kokkur og vann eftir útskrift á Perlunni og Hótel Loftleiðum. Hann hefur einnig starfað við markaðssetningu matvæla hjá heildsölunni Innnes. Helgi Kristinn flutti ásamt eiginkonu sinni, Lóu Björk Jóelsdóttur, og börnum þeirra til Árósa í Danmörku 2007. �?ar stundaði hann nám við Handelshøjskolen i �?rhus sem er rekin í samstarfi við Árósarháskóla. Helgi Kristinn hefur lokið Bachelor námi í fjármálum og viðskiptastjórnun auk þess sem hann er með meistargráðu í markaðsfræðum.
Helgi kynntist íslenskum viðskiptafélaga sínum Guðmundi �?skari Pálssyni í íslenska handboltaklúbbnum Mjölni í Árósum. Helgi og Guðmundur opnuðu nýlega mexíkóska skyndibitastaðinn Chido í útjaðri miðbæjar Árósa í félagi við fjóra menn, tvo Dani, Norðmann og Letta.
�??Mér fannst hugmyndin mjög spennandi og það var ljóst að með bakgrunn minn sem kokkur gæti ég styrkt hópinn enn frekar,�?? segir Helgi Kristinn í samtali við Eyjafréttir. Hugmyndafræðin að baki staðnum er að bjóða upp á mexíkóska skyndibita sem eru framleiddir úr fersku hráefni án aukaefna.
�??Við höfum fengið ótrúlega góðar viðtökur, fyrstu dagana mynduðust langar raðir. Nú eftir tæplega viku erum við byrjaðir að eignast fastakúnna sem koma aftur og aftur, jafnvel oftar sama daginn,�?? segir Helgi Kristinn. Hann segir það ekki vera leyndarmál að hópurinn hafi áhuga á því að opna fleiri Chido staði í nánustu framtíð.