�??�?g velti því fyrir mér hvað það er sem gerir samfélag eins og Vestmannaeyjar aðlaðandi,�?? sagði Páll Magnússon í ræðu sinni við afhendingu Fréttapýramídanna í gær, en hann var heiðursgestur hinnar árlegu verðlaunahátíðar Eyjafrétta. Páll sagði skýringuna að hluta til vera skringilegheit og sérvisku sem Eyjamenn rækta með sér og gera mikið úr. �??Við ýtum frekar undir þá hugmynd annarra að við séum svolítið skrítinn,�?? sagði Páll með bros á vör.
Páll talaði því næst um mikilvægi þess fyrir samfélagið að fólk upplifi atburði þess á sameiginlegan hátt, hvort sem væru það sorgir eða sigrar. Hann sagði Eyjafréttir verðskulda Fréttapýramída líka eftir 40 ára sögu blaðsins. Páll gerði grín að því að hann hefði ekki fundið verðlaunaskjal sitt til Eyjafrétta sem hann lét útbúa. Páll lauk máli sínu á því að hvetja til þess að áframhaldandi starfsemi fjölmiðilsins yrði tryggð, þar sem hann gegndi lykilhlutverki í samfélaginu.
Eins og fram hefur komið eru tímamót í rekstri Eyjafrétta vegna brotthvarfs Gísla Valtýssonar sem hefur starfað við fjölmiðilinn í 32 ár. �?mar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, notaði tækifærið við athöfnina í gær og þakkaði Gísla fyrir samstarf þeirra til 29 ára. �??�?etta hefur verið farsælt samstarf, það hefur oft gengið mikið á, en einhvern veginn hefur okkur tekist að koma fleyinu í höfn í hvert skipti,�?? sagði �?mar.
Í meðfylgjandi myndbandi er kveðja �?mars og ræða Páls.