Sverrir Einarsson, tannlæknir í Vestmannaeyjum og Reykjavík, lést á Landspítalanum mið vikudaginn 7. janúar, 87 ára að aldri.
Sverrir fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1927. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og útskrifaðist sem tannlæknir frá Háskóla Íslands 1955. Á árunum 1966 til 1967 var hann við nám í Kaupmannahafnarháskóla og kynnti sér flúorblöndun drykkjarvatns við Alabamaháskóla. Hann gerði tilraunir með flúorblöndun drykkjarvatns í Vestmannaeyjum. Sverrir starfaði sem tannlæknir í Vestmannaeyjum fram að eldgosinu 1973. �?egar upp á land var komið opnaði hann eigin tannlæknastofu í Reykjavík og rak hana til ársloka 2006. Samhliða rekstrinum starfaði Sverrir hjá skólatannlækningadeild Reykjavíkurborgar. Sverrir var ötull í trúnaðar- og félagsstörfum fyrir tannlækna, kylfinga og í Akóges. Hann var formaður stjórnar Félags íslenskra tannlæknanema 1954 og í stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja 1955-71 og þar af formaður í fimm ár. �?á var hann einnig formaður í félaginu Akóges í Vestmannaeyjum og sinnti þar ýmsum nefndarstörfum.
Sverrir lætur eftir sig eiginkonu, Margréti �?óroddsdóttur, börn, barnabörn og barnabarnabörn.