Á vef eyjafretta hefur áður komið fram að Herjólfur flutti 296.974 farþega milli lands og Eyja árið 2014. Samkvæmt heimildum útgerðar Víkings, flutti báturinn 4.236 farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja á árinu 2014. Farþegafjöldi þessara tveggja útgerða er því yfir 300 þúsund talsins milli lands og Eyja á árinu.