Í dag, laugardaginn 10. janúar kl. 13.00 verður þrettándagleði í Safnahúsinu. Í Einarsstofu verður opnuð myndlistarsýning á verkum Jóhönnu Erlendsdóttur, móður Guðna Hermansen. Barnabörn Jóhönnu fjalla stuttlega um þessa gleymdu listaperlu Eyjanna.
Kl. 13.30 veitir Goggi víkingur verðlaun í myndakeppni Sagnheima um Vilborgu og hrafninn og segir frá lífi víkinga. �?orir þú í sjómann við alvöru víking? Kl. 14.00 munn svo Kolbrún Harpa kynna og lesa út nýrri sögu sinni, Silfurskríninu.