�?að viðraði vel á þréttándagleði ÍBV í gærkvöldi. Að hefðbundnum hætti var kveikt á kertum í hlíðum Molda, sem mynduðu orðið ÍBV. Jólasveinarnir þrettán gengu síðan niður Hlíðarbrekkuna þar sem fólk tók á móti þeim. �?aðan var gengið uppí Löngulág þar álfar, tröll og forynjur voru mætt, þrettándabálið tendrað og sungið og dansað og leikið. Að venju var mikill fjöldi fólks mætt til að taka þátt í þrettándagleðinni.
�?að var vel til fundið þegar jólasveinagangan nam staðar við heimili �?orvarðar �?orvaldssonar, hins mikla ÍBV-ara, en lést hann í gær eftir erfið veikindi sem voru afleiðingar alvarlegs slyss fyrir nokkrum árum. Gangan stoppaði við gatnamótin að Bröttugötu rétt við heimili hans. �?ar var einnar mínútu þögn, í minningu Varða, sem allir viðstaddir tóku þátt í. Myndin á forsíðunni er af heiðursstöðu jólasveinanna.