Framleiðslufyrirtækið SIGVA media vinnur að heimildarmynd um þrettándann í Eyjum. Í nýrri kynningarstiklu sem Sighvatur Jónsson gerði er myndefni sem tekið var ofan af Molda við upphaf þrettándagleði ÍBV ásamt brotum úr viðtölum við nokkra sem koma að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Í lok stiklunnar eru einstakar myndir af uppátæki Grýlu og Leppalúða en þau reyndu að hafa á brott með sér ömmu eina úr húsi í Eyjum. Sjón er sögu ríkari.