Vestmannaeyjabær auglýsir nýja samþykkt um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjabæ. Samkvæmt nýju samþykktinni þá verður skylt að skrá alla hunda og ketti hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar og greiða af þeim leyfisgjald.
Samþykktin, ásamt gjaldskrá hefur þegar tekið gildi en skráning hefst 15.janúar 2015 en skráningarfrestur verður til og með 15.júlí 2015. Er hunda- og kattaeigendum því gefin 6 mánaða frestur til þess m.a. að láta örmerkja dýrin samkvæmt reglugerð nr.1077/2004, um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.
Umsóknareyðublöð má nálgast hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Skildingavegi 5 alla virka daga mili kl:08-00-12.00 og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar