Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum komst áfram í surningakeppni framhaldsskólana, Gettu betur í gærkvöldi. Atti hann kappi við Menntaskólann á Egilsstöðum með 20 stigum gegn sextán í æsispennandi keppni. Frá þessu er sagt á Eyjar.net. Lið FÍV er skipað þeim Svanhildi Eiríksdóttur, �?lafi Frey �?lafssyni og �?órði Erni Stefánssyni. Vestmannaeyingar eru því komnir áfram aðra umferð keppninnar.
Fjórtán sigurlið fyrri umferðar fara áfram í aðra umferð ásamt sigurliðinu frá í fyrra, MH, sem situr hjá í fyrri umferð. �?á fer stigahæsta tapliðið einnig áfram í aðra umferð. Nú eru átta lið örugg áfram í aðra umferð keppninnar en það eru lið Borgarholtsskóla, Kvennaskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólans á Akureyri. Sem stendur eru þrjú lið jöfn að stigum sem stigahæsta tapliðið en það eru lið Menntaskóla Borgarfjarðar, lið Menntaskólans á Ísafirði og lið Menntaskólans á Egilsstöðum, öll með 16 stig.
Í síðustu viku tóku 16 nemendur í Framhaldsskólanum þátt í keppninni Oilsim og komst einn hópurinn áfram og keppir í Englandi um aðra helgi.
�?að var liðið Exxon Valdez sem í eru Elliði Ívarsson, �?lafur Freyr �?lafsson, Valur Marvin Pálsson og �?órður �?rn Stefánsson sem halda áleiðis til London. Í haust varð lið skólans í öðru sæti í Boxinu, keppni á vegum iðnaðarfyrirtækja þar sem MR vann naumlega.