Vínbúðin opnaði verslun sína nú í hádeginu á nýjum stað. Flyst verslunin af Strandvegi 50, Hvíta húsinu þar sem Vínbúðin hefur verið í áratugi að Vesturvegi 10. Allar innréttingar og kassar eru nýir og öll aðstaða betri, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
Iðnaðarmenn sem staðið hafa í breytingunum og fleiri voru viðstaddir opnunina í hádeginu. Fyrsti kúnninn var þó nágranni Vínbúðarinnar hjá Heimaey fasteignasölu, Guðjón Hjörleifsson og var það Sigríður Garðarsdóttir, forstöðumaður Vínbúðarinnar í Vestmannaeyjum sem afgreiddi hann. Hér að ofan má sjá nokkrar myndir frá opnuninni.
�??Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í Vestmannaeyjum í nýju búðinni sem verður á allan hátt betri en sú gamla sem var komin til ára sinna,�?? sagði Sigrún �?sk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri við Eyjafréttir í gær. �??�?etta verður mikið framfaraskref og öll aðstaða betri fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk. Búðin verður opnari og bjartari og við verðum með nýja og hraðvirkari kassa. �?að flýtir allri afgreiðslu þegar mikið er að gera.�??
Vöruúrvalið verður það sama, rétt tæpar 400 tegundir í bjór og léttu og sterku víni. �??�?að var kominn tími til að hressa upp á aðstöðuna í Eyjum og við teljum okkur gera það með nýju Vínbúðinni. Við vonum að Eyjamenn verði ánægðir,�?? sagði Sigrún �?sk.