�?eir eru nokkrir sem ganga á Heimaklett sér til heilsubótar og til að hressa upp á sálartötrið. Sumir næstum daglega, aðrir nokkrum sinnum í viku og enn aðrir þegar löngunin kallar. �?að sér vítt yfir af Heimakletti en í Klettinum sjálfum eru margt að sjá eins og þessar myndir bera með.
Feðginin Halla og Svavar Steingrímsson eru með tryggra Heimklettinga og láta ekki snjó og klakka stoppa sig. Skella broddum á fæturna og halda á Klettinn. Veturinn á sér margar birtingarmyndir og eru grýlukerti á meðal þess sem Vetur konungur skartar. �?essi hrykalegu grýlukerti er að finna undir Bólnefi sem eru ofan við Slægjurnar austan í Klettinum. Svavar, sem oft hefur gaukað myndum að Eyjafréttum kom með þessar myndir til að fleiri geti notið dýrðarinnar. Og þær segja allt sem segja þarf.