Eyjastelpur tóku á móti ÍR í dag í Olísdeild kvenna. ÍBV byrjaði leikinn betur og komst í 4-0 á upphafsmínútum leiksins. Stelpurnar héldu þessu forskoti fyrstu tuttugu mínúturnar en þá fór að skilja meira á milli liðanna og var staðan í hálfleik 19-11 fyrir ÍBV. Í síðari hálfleik héldu eyjastelpur forskotinu nokkuð vel og var sigurinn aldrei í hættu þrátt fyrir að stelpurnar voru ekki að spila sinn besta leik. Síðustu tíu mínútur leiksins fengu ungar og efnilega stelpur að spreyta sig og byrjunarliðið hvílt enda mikilvægur leikur á morgun gegn ÍR en þá leika stelpurnar í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarins og sigur í þeim leik tryggir liðinu sæti í undanúrslitum í Laugardalshöll. Lokatölur 36-24 fyrir ÍBV.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Vera Lopes, Telma Amado 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Drífa �?orvaldsdóttir 5, Jóna Sigríður Haldórsdóttir 3, Arna �?yrí �?lafsdóttir 3, Ester �?skarsdóttir 2, Sóley Haraldsdóttir 2 og Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 2.