�??�?egar síðustu kjarasamningar voru undirritaðir þann 21. desember 2013 áttu þeir að vera aðfarasamningar að lengri samningi með auknum kaupmætti. Síðustu misserin er búið að skrifa undir fyrirmyndir að lengri samningi af t.d. kennurum, læknum og fleirum,�?? segir í ályktun frá trúnaðarráði Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum frá í gær.
�?ar fagnar Trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags þessum samningum og væntir þess að einnig verði skrifað undir samning við verkafólk er felur í sér sömu krónutöluhækkanir og þessir hópar hafa fengið. Aðeins þannig verður bætt afkoma verkafólks tryggð til jafns við þessa hópa.
Almennt er viðurkennt að langir kjarasamningar feli í sér meiri stöðugleika fyrir launafólk og fyrirtæki. �?ví furðar trúnaðarráðið sig á tali um enn einn stuttan samning, þegar svo góðar fyrirmyndir sem raun ber vitni eru til að lengri samningum.
Fram undan geta verið átakatímar ef haldið verður áfram láglaunastefnu sem á bara að eiga við verkafólk á Íslandi. �?ví mun verða mætt af fullum þunga.�??