Lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum tapaði fyrir liði Menntaskólans á Akureyri í 16 liða úrslitum spurningakeppninnar Gettur betur sem fór fram á Rás 2 í kvöld. Jafnt var á með liðunum 11-11 eftir fyrsta hluta keppninnar, hraðaspurningarnar. Akureyringar sigldu fram úr Eyjamönnum það sem eftir lifði keppninnar og sigruðu örugglega með 29 stigum gegn 15. Lið FÍV var skipað þeim Svanhildi Eiríksdóttur, �?lafi Frey �?lafssyni og �?órði Erni Stefánssyni.