Í dag valdi Freyr Alexandersson æfingahóp hjá A landsliði kvenna sem æfir saman um næstu helgi. Freyr valdi tvo leikmenn ÍBV, þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Sigríði Láru Garðarsdóttur. Kristín Erna æfði með liðinu síðast þegar hópurinn æfði saman og er því valin aftur núna eftir góða frammistöðu. Sísí Lára lék hinsvegar með U-23 ára landsliðinu gegn A landsliði Póllands þar sem Ísland sigraði 3-0. Sísí Lára átti skínandi leik og fær því tækifæri á meðal þeirra bestu. Báðir þessir leikmenn hafa leikið allan sinn feril með uppeldisfélagi sínu sem sýnir okkur að tryggðin er best.
�?fingarnar fara fram í Reykjavík á laugardag og sunnudag.
ibvsport.is greindi frá