�??Við erum vonandi komnir í gang eftir erfiða byrjun. �?g verð að viðurkenna það að það fór aðeins um mann í gær þegar við vorum 6-0 undir í byrjun leiks. Við erum vonandi búnir að hrista stressur úr okkur og náum að sýna úr hverjum við erum gerðir í næstu leikjum. Leikurinn á móti Frökkum verður náttúrulega mjög erfiður en þeir eru með frábært lið en samt sem áður alls ekki ósigrandi. Við þekkjum það að allt getur gerst í þessu og við förum í leikinn á móti Frökkum til að vinna,�?? sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV sem er í þjálfarateymi íslenska Landsliðsins á HM í Qatar.
�??Eftir það taka svo tveir gríðarlega mikilvægir leikir á móti Tékkum og Egyptum. Tékkar hafa varið án þeirra besta leikmanns, Jicha, en hann fékk magakveisu og hefur ekkert getað leikið með þeim. �?að munar svo sannarlega um hann en við reiknum með að hann verði með á móti okkur. Svo eigum við Egypta í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru hér nánast á heimavelli. �?eir fá mikinn stuðning hér í Doha og það er ljóst að það verður gríðarlega erfiður leikur.
Annars fer vel um okkur hér í hitanum í Doha. Qatarmenn hafa tekið vel á móti okkur og öll aðstaða er hér fyrsta flokks,�?? sagði Gunnar.