Nýr sunnlenskur sjónvarpsþáttur �??Að sunnan�?? hefur göngu sína á N4 í kvöld klukkan 18.30. Fjölmiðlafólkið Margrét Blöndal og Sighvatur Jónsson Eyjamaður framleiða þættina sem eru endurteknir á klukkustundarfresti fram á morgundaginn. Einnig verður hægt að sjá þáttinn á heimasíðu N4.
Í fyrsta þættinum verður meðal annars rætt við Axel Sæland, blómabónda í Reykholti, sem segir að vinsældir rósa séu tilkomnar vegna fáfræði karlmanna, sem þori oftar en ekki að kaupa aðrar blómategundir af ótta við hvernig ástkonur þeirra bregðist við þeim. Axel rekur fjölskyldufyrirtækið Espiflöt en hann er skyldur Eiríki Sæland sem rak verslunina Eyjablóm í Vestmannaeyjum til margra ára. Blómin hafa verið í fjölskyldu Axels allt frá því að afi hans og amma hófu starfsemi í Espiflöt árið 1948.
�??Í þættinum sjáum við bláar bóndadagsrósir í Reykholti, heimsækjum gömlu sundlaugina á Flúðum, skoðum kaffihús glerskurðarmeistara í �?orlákshöfn, rifjum upp Paradísar-árin með Pétri Hjaltested upptökustjóra í Hveragerði og skyggnumst inn í eldfjallið Kötlu í Kötlusetrinu í Vík,�?? segir í tilkynningu frá N4.