Á vef Fiskistofu kemur fram að mestum uppsjávarafla var landað í Neskaupstað á síðasta ári eða 179.827 tonn. Næst mestum uppsjávarafla var hinsvegar landað í Vestmannaeyjum, 106.154 tonn. Heildartonnafjöldi uppsjávafla sem landað var í íslenskum höfnum var á árinu 2014, 723 þúsund tonn, sem er umtalsverður samdráttur frá árinu áður, en þá komu 924 þúsund tonn á land.
�?egar horft er til löndunar á helstu tegundum uppsjávarfisks þá var mestu landað af loðnu á Neskaupsstað eða rúmlega 36 þúsund tonnum, sem eru 22,8% af þeim uppsjávarafla sem þar kom á land og 20,1% af allri landaðri loðnu hér á landi. Neskaupsstaður er einnig með stærstan hluta af þeirri síld sem lönduð var hér á landi eða 27,5% (43.477 tonn) en Vestmannaeyjar koma næst með 16,4% og Hornafjörður með 14%. �?að kemur heldur ekki á óvart að Neskaupstaður trjónir einnig á toppnum þegar horft er til löndunar á makríl en í Neskaupsstað var landað 38.542 tonnum í fyrra eða 18,8% af allri makríl sem lönduð var í íslenskum höfnum. Skammt á eftir koma Reykjavíkurhöfn með 32.404 tonn (15,8%) og Vestmannaeyjar með 32.185 (15,7%)
