�??Sá bæjarstjóri, af þessum tólf, sem hefur lægstu launin er Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann er rétt rúmlega hálfdrættingur á við bæjarstjórann í Garðabæ, með 1.088 þúsund krónur í heildarlaun. Sérstaka athygli vekur hversu lág grunnlaun Elliða eru í samanburði við aðra bæjarstjóra eða rétt ríflega 480 þúsund krónur. Að meðaltali eru grunnlaun sveitarstjóranna tólf 1.018 þúsund krónur. �?essu lágu grunnlaun Elliða stafa af því að laun hans eru tengd kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar, sem er innan BSRB,�?? segir í frétt Viðskiptablaðsins.�??
Inni í launum Elliða eru laun hans sem bæjarfulltrúa. �??Inn í laun mín eru tekin þau laun sem ég fæ fyrir að gegna skyldum mínum sem bæjarfulltrúi. �?eim störfum fylgja þó bæði réttindi og skyldur sem ekki tengjast störfum mínum sem bæjarstjóra. �?að væri í raun eins og þegar fjallað er um laun Jórunnar sem grunnskólakennara þá væru bæjarfulltrúalaunin reiknuð þar með,�?? segir Elliði.