Fyrir ári síðan tóku nokkrar konur höndum saman og héldu góðgerðarsamkomu. Allur ágóðinn rann í ferðasjóð sambýlisins í Eyjum. �?ær sem tóku þátt í gleðinni í fyrra fannst takast svo vel til að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn og sennilega er viðburðurinn kominn til að vera. Að þessu sinni verður safnað fyrir spjaldtölvum handa nemendum í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Rótgróin stofnun eins og skólinn er, þarf að fylgjast vel með þeim breytingum og þeirri þróun sem á sér stað í tæknimálum í dag. Með nettengingu og tölvu færum við heiminn inn í kennslustofuna og með spjaldtölvu færum við heiminn í hendur nemendanna. Tækifærin eru nánast óendanleg og mjög mikilvægt er að við kennum krökkunum að umgangast þessi tæki og nýta þau sér til aukinnar þekkingar. Börn í dag eru mjög kunnug því vinnuumhverfi sem er í tölvum og því er mikilvægt að við nýtum okkur það til að auka áhuga þeirra á náminu, auka aðgengi þeirra að upplýsingum og um leið víkka sjóndeildarhringinn sem leiðir til aukins þroska.
Stjörnukvöldið verður laugardaginn 31. janúar nk. Allar konur eru velkomnar að taka þátt og geta áhugasamar haft samband við Rósu Hönn �?gmundsdóttur, Soffíu Valdimarsdóttur eða Elísu Kristmannsdóttur. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra, þ.e. hópurinn mun hittast í smá samhristingi á milli kl. 16 og 18. Kvöldverður og skemmtun hefst kl. 19:30 og ætla félagsmenn í Akóges að lána okkur salinn sinn endurgjaldslaust. Einsi kaldi mun elda matinn og Hafdís Snorradóttir verður veislustjóri. Hver kona greiðir styrk að upphæð 10.000 kr. til málefnisins og öðlast þannig þátttökurétt í gleðinni.
Tökum höndum saman, skemmtum okkur saman og styrkjum gott málefni í leiðinni.
Stjörnukonur.